Quantcast
Channel: Handverkskúnst
Viewing all articles
Browse latest Browse all 49

Sjalið hans Móra

$
0
0

Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá ykkur þá hefur mikið sjalaæði gripið landann. Sennilega má þakka Facebook hópnum Svöl sjöl fyrir þennan mikla áhuga á sjalaprjóni og -hekli. Ég er búin að prjóna nokkur undanfarið og er með nokkur á biðlista sem ég tel að ég bara „verð“ að prjóna 🙂

Það kom mér á óvart þegar Aþena (5 ára) bað ömmu um að prjóna sjal handa sér en auðvitað skellti ég í eitt. Það var að fara af stað samprjón í Svöl sjöl hópnum á sjalinu On The Spice Market og prjónaði ég minni útgáfu á hana á meðan ég beið eftir samprjóninu.

En nú í sumar fór Móri (5 ára) að biðja ömmu um sjal, það verður að viðurkennast að amma var ekki viss hvort strákurinn ætti að fá sjal en svo auðvitað, strákar ganga með sjöl líka. Ég byrjaði á því að sýna honum nokkur sjöl til að láta hann velja en þegar hann sá forsíðu bókarinnar hans Stephen West var sjalið komið!

Exploration Station skyldi prjónað. Það er svo gaman að krökkum því þau eru með sína uppáhaldsliti á hreinu og hafa skoðun á því sem þau klæða sig í. Þetta sjal átti að vera í litum Teenage Ninja Turtles þ.e. rautt, blátt, appelsínugult, fjólublátt og grænt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Móri fylgdist vel með þróun mála og hjálpaði við að raða púslmottunum og strekkja sjalið, spennan var mikil hjá honum.

Sjalið fór í notkun strax í ágúst en honum var helst til of heitt með það en það á eftir að ylja honum í vetur þegar kólna fer.

Móri og Stephen West, myndin á bókakápunni réði úrslitum í vali á sjali

Honum verður ekki kalt í vetur.

 

Prjónakveðja,
Guðrún María

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 49


<script src="https://jsc.adskeeper.com/r/s/rssing.com.1596347.js" async> </script>